Síðasti vetrardagur

Það er hefð síðasta vetrardag að spila út veturinn. Nemendur á miðstigi spiluðu félagsvist og voru það Gabríel Máni og Viktoría í 7. F sem sigruðu í karla og kvennaflokki.

Á yngsta stigi var klósett spil mjög vinsælt en margir spiluðu líka tvennu, drottningarspil, sprengjuspil o.fl. skemmtileg spil.  

Starfsfólk Húsaskóla þakkar nemendum og fjölskyldum þeirra fyrir veturinn

og óskar ykkur öllum gleðilegs sumars. 

Húsaskólapósturinn er kominn út

Hér má sjá Húsaskólapóstinn https://sway.com/PVxVa1kwUpkGIvK5 

Á þemadögum í apríl verður áhersla á vatn, orku, efni og jafnrétti og munu nemendur vinna sameiginlega að verkefnum í aldursblönduðum hópum.

Á einni stöð verða saumaðir pokar og því óskum við eftir endurnýtanlegum efnivið frá heimilum:

  • stuttermaboli - allar stærðir
  • gamlar tölur
  • gamlar perlur (ekki mjög smáar)
  • palliettur
  • blúndur (afgangs)
  • skrautborða af ýmsu tagi

Fleiri greinar...

LOGO SkólahljómsvGrafarv

6h