Sumarfrí

Vegna sumarfría er skrifstofa Húsaskóla lokuð að mestu til 8. ágúst
Best er að ná á stýrurnar í gegnum tölvupóst. 

Bára aðstoðarskólastjóri verður við til 30. júní.
bara.birgisdottir [hja] reykjavik.is

Ásta Bjarney skólastjóri verður við 11. - 15. júlí. asta.bjarney.eliasdottir [hja] reykjavik.is 

Innkaupalistar skólaárið 2016-2017 eru komnir inn undir hagnýtt efni, innkaupalistar og þar má líka finna skóladagatal 2016 - 2017

Nemendur ásamt foreldrum mæta á skólasetningu og skólakynningu 22. ágúst 2016

25 ára afmæli

Ég á afmæli í dag - ég á afmæli í dag hljómaði þann 7. júní í Húsaskóla en daginn fyrir skólaslit luku nemendur og starfsfólk skólaárinu með veislu og fjöri. Við tókum daginn snemma og fengum okkur köku í morgunkaffinu eftir að hafa sungið afmælissöng og skólasöng skólans saman á sal. Gleðin hélt svo áfram út daginn en að ungmennasið voru pizzur í hádeginu og eftir það hófust vatnsleikir sem allir tóku þátt í, starfsfólk og nemendur. Veðrið lék við okkur og varð engum kalt þó að margir urðu vel blautir. 
Húsaskóli lauk þar með 25. starfsári sínu. Í tilefni tímamótana ætlum við í haust að vinna með gildi skólans, einkunnarorð og stefnu og munu hagsmunaaðilar skólans koma að þeirri vinnu með okkur.


Til hamingju með afmælið Húsaskóli !

Fleiri greinar...

LOGO SkólahljómsvGrafarv

6h