Myndir af myndum

Á ganginum við stofu 23 og24 hanga fallegar myndir sem ég hvet ykkur til að skoða næst þegar þið eigið leið um skólann. Þær fara líka í myndaalbúm, hér á síðu Húsaskóla. Nemendur í 7. F unnu þessar myndir í myndmenntatímum.
Þetta eru sjálfsmyndir (gerðar eftir myndum síðan í 4. bekk) og speglast sumarleyfið þeirra í gleraugunum. Þau eru svarthvít unnin með teikniblýöntum en gleraugun og spegilmyndirnar að sjálfsögðu í lit.

Matseðill vikunnar

Kolbrún Lilja er nýi kokkurinn okkar og hefur sett saman matseðill vikunnar;

Mánudagur: Steikt ýsa í raspi, soðnar kartöflur og koktelsósa

Þriðjudagur: Kjúklingabollur og kartöflubátar

Miðvikudagur: Hakk og spakketti og hvítlaukssbrauð

Fimmudagur: Lax og hollanders

Föstudagur: Blómkássúpa og samloka

 

Fleiri greinar...

LOGO SkólahljómsvGrafarv

6h