• grunnform
  • CIMG5962

  • CIMG6182
  • CIMG6197
  • piparkokur2
  • hjalpum
  • CIMG5966

  • CIMG6219
  • helgileikur2012
  • myndlistasyning
Ábyrgð · Virðing · Vinátta · Starfsgleði · Samvinna
Prenta

Sérkennsla í Húsaskóla

Sérkennsla
Sérkennsla Húsaskóla byggir á grunnskólalögum nr. 91/2008, 17. grein aðalnámsskrá grunnskóla og stefnu Menntasviðs Reykjavikurborgar um sérkennslu.

,,Sérkennsla getur falið í sér breytingar á  námsmarkmiðum, námsefni, námsaðstæðum og /eða kennsluaðferðum miðað við það sem öðrum nemendum á sama aldri er boðið upp á”.
Meginmarkmið með sérkennslu er að stuðla að alhliða þroska nemenda, bæði andlegum og líkamlegum. Tekið er mið af þörfum og hæfileikum hvers einstaklings. Leitast er við að ná þessum markmiðum með jákvæðu viðmóti og virðingu fyrir einstaklingnum um leið og lögð eru fyrir verkefni við hæfi.
Hver skóli fær úthlutað sérkennslutímum miðað við nemendafjölda skólans að vori og einnig vegna einstakra nemenda með mikla þörf fyrir séraðstoð. Skólastjórn, sérkennarar, deildarstjóri sérkennslu og umsjónarkennarar skipta þessum tímum milli þeirra nemenda sem hafa mesta þörf fyrir sérkennslu. Einnig ræða umsjónarkennarar eða foreldrar við sérkennara varðandi nýja nemendur sem þurfa sérkennslu og sækja umsjónarkennarar  um sérkennslu  í framhaldi af því.  Nauðsynlegt er að forgangsraða. Umsjónarkennarar upplýsa foreldra þegar nemandi byrjar í sérkennslu.
Nám er skipulagt til lengri tíma með nemendum sem eru í sérkennslu og eru fundir með foreldrum, deildarstjóra sérkennslu, skólastjóra og/eða fulltrúa skólastjóra og umsjónarkennara. Í framhaldi af  því er unnin einstaklingsnámskrá. Umsjónarkennari og sérkennari annast þá vinnu í samvinnu við foreldra.
Meginstefnan er að kennslan fari fram í skóla barnsins. Telji foreldrar eða forráðamenn barns, kennarar eða aðrir sérfræðingar að barnið fái ekki notið kennslu við sitt hæfi í þeim skóla geta foreldrar eða forráðamenn sótt um kennslu fyrir nemanda í öðrum skóla, sérskólum, sérhæfðum sérdeildum eða leitað annarra úrræða. Mikilvægt  er að finna sem first þau born sem þurfa sérkennslu svo markviss kennsla geti hafist.  Fjórir stuðningsfulltrúar starfa við skólann.

Listmeðferð:
Listmeðferðarfræðingurskólans er Erla Sigurðardóttir. Listmeðferð er einstaklingsúrræði sem skólinn býður nemendum sem eiga í tilfinningavanda. Markmiðið er að bæta líðan, styrkja sjálfsmynd og hjálpa nemandanum til að skilja sínar eigin tilfinningar og stjórna þeim. Nemandinn vinnur í gegnum listina með því að mála, leira eða teikna. Náið samband er á milli listmeðferðarfræðings, foreldra og umsjónarkennara. Fullur trúnaður er á milli listmeðferðarfræðings og nemanda.

Talkennari:
Kristjana Harðardóttir er talkennari skólans og starfar við skólann einn dag í viku.  Talkennari annast greiningu og meðferð þeirra nemenda sem eiga við mál- og talörðugleika að etja. Talkennari hittir alla nemendur fyrsta bekkjar að hausti og annast málþroskaathugun þeirra. Í framhaldi af því er þeim sem þess þurfa boðið upp á ráðgjöf eða þjálfun. Markmið talkennslu er að stuðla að bættum framburði og almennum málþroska nemenda. Til þess að góður árangur náist er nauðsynlegt að kennarar og foreldrar hafi gott samstarf.

Í Húsaskóla er stefnt að sveigjanleika í sérkennslu, jákvæðri framkvæmd, virkni nemenda, foreldra og kennara.  Einstaklingsmiðað nám felur í sér breytt námsmarkmið, samvinnu við foreldra varðandi hegðun, heimanám og almenna uppörvun nemandans og samvinnu við kennarann um skipulagningu og faglega umönnun.  Við teljum sveigjanleika nauðsynlegan til að koma til móts við þarfir sem flestra.  Sérkennsla er skipulögð til lengri eða skemmri tíma eftir þörfum nemandans, jafnvel alla skólagöngu hans.
Húsaskóli hefur sett sér ákveðin viðmið í lestrareinkunn. Nái nemendur  ekki þeim viðmiðum  vinnur skólinn í samvinnu við foreldra að því að markmiðin náist.
Teikniverkefni og málþroskapróf er lagt fyrir nemendur í 1. bekk í fyrrihluta skólaársins. Einnig er í 1. bekk lögð fyrir lestrarskimunin Læsi. Í 2. bekk er lögð fyrir lestrarskimunin Læsi og hefst skólaárið á lestrarnámskeiði. Lögð er fyrir stærðfræðiskimunin Talnalykill í 3. bekk. Að fengnum niðurstöðum úr samræmdum prófum í 4. og 7. bekk er  sérkennsla endurskipulögð ef nauðsyn krefur.
Í 9. bekk er lagt fyrir greinandi ritmálspróf GRP – 14H.
Skólaárinu er skipt í haust- og vortímabil en sérkennari skiptir oft árinu í styttri tímabil.  

Nemendur með annað móðurmál / nýbúakennsla
Nemendur með annað móðurmál en íslensku eiga rétt á aukinni kennslu í íslensku.
Við innritun barna í skóla sem eru af erlendum uppruna eru notuð sérstök innritunareyðublöð frá Menntasviði Reykjavíkur sem til eru á fjórtán tungumálum.
 Nýbúakennsla er skipulögð af skólastjórn og deildarstjóra sérkennslu í samvinnu við kennara. Kennarar skipuleggja kennslu, sjá um þýðingar og nýta túlkaþjónustu Alþjóðahússins. Skólinn getur leitað eftir ráðgjöf hjá Miðgarði. Námsefni fyrir nýbúa er nýtt ásamt námsefni skólans. Leitast er við að kynna nemendum íslenska menningu. Með Olweusaráætluninni gegn einelti vinnur skólinn m.a. gegn fordómum gagnvart þeim sem eru af erlendu bergi brotnir. Unnið er að því að setja saman námskrá í lífsleikni þar sem m.a. er fjallað um mannréttindi, mismunandi menningarheima og einstaklingsmismun. Virk samskipti eru á milli nýbúakennara, foreldra, nemenda og kennara.